Stjörnublikk býður sérsmíði á hitaelementum fyrir loftræstikerfi í öllum stærðum.
Fyrirtækið flytur inn allt hráefni til framleiðslunnar frá viðurkenndum framleiðendum og tryggir þannig gæði og hagstætt verð. Starfsmenn Stjörnublikks aðstoða við val á réttu elementi.

Stjörnublikk tekur að sér viðgerðir á elementum úr loftræstikerfum og úr hitablásurum. Oft þarf þó að smíða nýtt í stað þess gamla vegna tæringar.

Best er að koma með elementið á verkstæði Stjörnublikks þar sem ástandsskoðun og þrýstiprófun fer fram. Þegar um er að ræða hitablásara, þá auðveldar það smíðina að fá blásrann sjálfan á staðinn.

Leitið tilboða í viðgerð elements eða smíði á nýju elementi áður en ráðist er í að kaupa nýjan hitablásara.