
Hitalampar fyrir hesta
Infrared tækni fyrir hesta
Rétt eins og hjá okkur getur infrared hiti haft jákvæð áhrif á hesta sem glíma við svipuð einkenni sem geta haft áhrif á frammistöðu, líðan og geðslag.
Með infrared hitun fær hesturinn djúpan, jafnan hita sem nær inn í vöðva, liði og vöðvafestingar. Hitinn örvar blóðrás, dregur úr vöðvaspennu og flýtir endurheimt eftir álag eða æfingar. Infrared hitinn getur einnig hraðað bataferli hafi hesturinn orðið fyrir hnjaski.
Infrared hitun er einnig mjög hentug eftir þvott, þurrkar feldinn hratt og örugglega og veitir hestinum vellíðan.

