Einangrun og álklæðning hitaveitulagna

Stjörnublikk hefur sérhæft sig í einangrun og álklæðningu lagna og hefur sá þáttur verið umfangsmikill í rekstri fyrirtækisins undanfarin ár. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mjög víðtæka þekkingu á þessu sviði, enda hafa þeir aflað sér mikillar reynslu á undanförnum árum.

Í Stjörnublikki er sérhönnuð vél til framleiðslu á álkápum sem var keypt til landsins fyrir nokkrum árum. Hún er sú eina sinnar tegundar á landinu enda var hún sérstaklega smíðuð fyrir fyrirtækið til að sinna slíkum verkefnum.

Helstu verkefni undanfarinna ára hafa verið unnin fyrir Nesjavallavirkjun, Reykjanesvirkjun, Svartsengi og Hellisheiðarvirkjun. Auk þess hafa verið unnin ýmis verkefni á þessu sviði fyrir minni aðila, svo sem einangrun og klæðning gufulagna og frystilagna m.a. fyrir frystihús og útgerðir.

Læstar klæðningar

Stjörnublikk býður læstar klæðningar úr kopar og zinki. Starfsmenn fyrirtækisins hafa margra ára reynslu af smíði og uppsetningu læstra klæðninga og hafa fullkomnar vélar og tæki til að vinna stór sem smá verkefni. Stjörnublikk hefur unnið mörg slík verkefni undanfarið bæði innanlands og erlendis.