Stjörnublikk var stofnað af Finnboga Geirssyni árið 1990 og byrjaði sem hefðbundin blikksmiðja, en hefur síðan vaxið og dafnað. Nú er Stjörnublikk ein stærsta blikksmiðja landsins með mikla sérhæfingu í loftræstikerfum, klæðningu hitaveituröra og almennri blikksmíði og uppsetningu á læstum klæðningum. Árið 2008 keypti Stjörnublikk fyrirtækið Timbur og stál og hefur síðan haslað sér völl í framleiðslu á bárujárni og ýmiskonar klæðningum.
Frá upphafi hefur stærsti þátturinn í starfsemi Stjörnublikks verið smíði og uppsetning á loftræstikerfum. Stjörnublikk tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu. Stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins er smíði ýmiskonar flasninga fyrir húsbyggjendur og verktaka. Árið 2024 hóf Stjörnublikk svo sölu á þakrennum og niðurföllum.
 

Stjörnublikk býður læstar klæðningar úr kopar og zinki. Starfsmenn fyrirtækisins hafa margra ára reynslu af smíði og uppsetningu læstra klæðninga og hafa fullkomnar vélar og tæki til að vinna stór sem smá verkefni. Stjörnublikk hefur unnið mörg slík verkefni undanfarið bæði innanlands og erlendis. Stjörnublikk tekur að sér ýmsa sérsmíði úr stáli og öðrum málmum. Sérstaklega má nefna smíði úr áli og ryðfríu stáli, en hjá Stjörnublikk er komin miklil reynsla á þeim sviðum. Tækjakostur er með því besta sem gerist og hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir smiðir og hæfnisvottaðir suðumenn.

Sem dæmi um verkefni má nefna: Ýmis sérsmíði úr ryðfríu stáli fyrir sjúkrahús, vaskaborð og ýmis verkefni fyrir matvælaiðnað. Ýmis sérsmíði úr áli fyrir byggingariðnað, orkuver og fl. Innréttingar í hesthús.

Launa- og Jafnlaunastefna

Stefna Stjörnublikks ehf er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Stjörnublikk ehf greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem störf útheimta um menntun, þekkingu, hæfni og ábyrgð.

Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir alla óháð kyni. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í 9. tölul. 2.gr. jafnréttislaga nr. 150/2020 skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar þóknun, bein eða óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85 og ákvarða hvernig kröfur hansverða uppfylltar. Fyrirtækið hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Til þess að ná því markmiði mun fyrirtækið:

•Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
•Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
•Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. Ef um óútskýrðan mun hjá einstaklingi er að ræða skal bregðast við því strax.
•Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
•Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
•Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum fyrirtækisins. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef fyrirtækisins.
Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Stjörnublikks ehf.


Samþykkt af forstjóra Stjörnublikks 11. október 2022

Image
Finnbogi Geirsson
Finnbogi GeirssonForstjórifinnbogi(hjá)stjornublikk.is
GSM: 824 4040
Þorgeir Már Þorgeirsson
Þorgeir Már ÞorgeirssonVerkefnastjóri - Stillingar og viðhald loftræstikerfatorgeir(hjá)stjornublikk.is
GSM: 899 0244
Linda Kristjánsdóttir
Linda KristjánsdóttirSkrifstofa - Fjármálbokhald@stjornublikk.is
Antonio Teixeira
Antonio TeixeiraVerkefnastjóriantonio(hjá)stjornublikk.is
GSM: 824 4047
Paulo Teixeira
Paulo TeixeiraFlokkstjóri

paulo(hjá)stjornublikk.is
GSM: 841 2123
Þorsteinn Úlfarsson
Þorsteinn ÚlfarssonHitaelementsteini(hjá)stjornublikk.is
GSM: 824 4050
Andri Már Jóhannsson
Andri Már JóhannssonSölustjóri - Þak- og veggklæðningarandri(hjá)stjornublikk.is
GSM: 824-4048
Ricardo Nunes
Ricardo NunesFlokkstjóri

Ricardo(hjá)stjornublikk.is
GSM: 824 4044
Styrmir Sigurðarson
Styrmir SigurðarsonVerkstjóri - Blikksmíði/flasningarstyrmir(hjá)stjornublikk.is
GSM: 841-2129
Egill Axelsson
Egill AxelssonViðskiptastjóriegill(hjá)stjornublikk.is
GSM: 841 2121
Armando Filipe
Armando FilipeVerkstjóri í sal
filipe(hjá)stjornublikk.is
GSM: 690 5727
Snorri Örn Sveinsson
Snorri Örn SveinssonVerkstjóri - Blikksmíði/flasningarsnorri(hjá)stjornublikk.is
GSM: 841-2125