Vatnskassar

Frá árinu 1992 hefur Stjörnublikk boðið vatnskassa í flestar gerðir bíla og vinnuvéla. Fyrirtækið flytur inn vatnskassa og element frá viðurkenndum framleiðendum og er mikið úrval til á lager.

Boðið er upp á að sérpanta sjaldgæfari vatnskassa og varahluti í þá. Venjulega tekur sú þjónusta aðeins 3 - 5 virka daga. Hjá Stjörnublikki starfa menn sem hafa áratuga reynslu á sviði vatnskassaviðgerða og eiga því auðvelt með að leggja mat á ástand vatnskassa og benda á hagstæðustu lausnina hverju sinni.

Samstarfsaðilar